Enski boltinn

Rooney mærir Sir Alex

Létt yfir strákunum á ferðalagi.
Létt yfir strákunum á ferðalagi. vísir/getty
Það var talsverður hiti í samskiptum Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson á lokatímabili stjórans hjá Man.Utd. Þá fór Rooney fram á sölu frá félaginu.

Fór nú svo að Rooney skrifaði undir nýjan samning við félagið og hann er nú orðinn fyrirliði liðsins. Hann þakkar Ferguson fyrir allt sem stjórinn gerði fyrir hann.

„Hann var mér gríðarlega mikilvægur. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa trú á mér og kaupa mig hingað," sagði Rooney sem er búinn að spila fyrir félagið í tíu ár.

„Ég tel hann vera einstaka persónu og knattspyrnustjóra. Hann hafði einstaka ástríðu fyrir leiknum. Hann hjálpaði mér mikið sem og öllum leikmönnum liðsins. Ég var einn nokkurra ungra manna á sínum tíma í liðinu og hann þétti hópinn og gerði okkur að heimsmeisturum félagsliða. Ég er mjög þakklátur honum fyrir allt.

„Sir Alex er besti stjóri allra tíma og það var því mikill heiður að hann skildi hafa trú á mér og kaupa mig. Ég var alltaf ákveðinn í því að koma hingað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×