Enski boltinn

Rooney heldur fyrirliðabandinu hjá Englandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney hefur verið fyrirliði enska landsliðsins frá 2014.
Rooney hefur verið fyrirliði enska landsliðsins frá 2014. vísir/getty
Wayne Rooney verður áfram með fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu. Sam Allardyce, nýr landsliðsþjálfari Englands, segir að þetta hafi verið auðveld ákvörðun.

„Rooney hefur verið frábær fyrirliði fyrir England og hann hefur sinnt þessu hlutverki svo vel að þetta var auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Allardyce.

„Hann er reyndasti leikmaðurinn í hópnum og nýtur mikillar virðingar.“

Rooney tók við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu af Steven Gerrard eftir HM 2014.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins en hann hefur skorað 53 mörk í 115 landsleikjum fyrir England.

England mætir Slóvakíu í undankeppni HM 2018 á sunnudaginn en það verður fyrsti leikurinn undir stjórn Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×