Enski boltinn

Rooney fann netmöskvana í sigri United | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Wayne Rooney sá um Sunderland en Manchester United vann sunderland 2-0 í enska boltanum í dag. Rooney skoraði bæði mörkin, en þetta voru fyrstu mörk Rooney í átta deildarleikjum.

Það tók sinn tíma að brjóta niður vörn Sunderland, en United var alls ekki að spila vel. Staðan var markalaus í hálfleik.

Skrautlegt atvik átti sér stað eftir 66. mínútu. Radamel Falcao féll eftir átök við tvo fyrrum United menn; Wes Brown og John O'Shea.

Slakur dómari leiksins Roger East rak Brown af velli, en í endursýningu kom í ljós að það var O'Shea sem braut. Rooney fór á punktinn og skoraði.

Rooney var svo aftur á ferðinni þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og gerði út um leikinn. Lokatölur 2-0.

United í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig, en Sunderland í því sextánda.

1-0: 2-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×