Fótbolti

Rooney fær fyrirliðabandið sitt aftur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney leiðir enska liðið út á völlinn á morgun.
Wayne Rooney leiðir enska liðið út á völlinn á morgun. vísir/getty
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, verður fyrirliði enska landsliðsins á morgun þegar það mætir Skotum í undankeppni HM 2018.

Rooney var ekki í byrjunarliðinu í síðasta leik gegn Slóveníu en þá bar Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, fyrirliðaband enska liðsins.

„Hann er á betri stað núna en þegar við komum síðast saman er varðar leikform og sjálfstraust,“ segir Gareth Southgate, bráðabirgðaþjálfari Englands. „Hann er reynslumikill leikmaður þannig það er engin spurning um að spila honum í leik eins og þessum.“

Rooney missti einnig sæti sitt í byrjunarliði Manchester United en sneri aftur um helgina og lagði upp tvö mörk í 3-1 sigri á Swansea. Þá byrjaði hann einnig leik gegn Fenerbache í Evrópudeildinni í síðustu viku.

Rooney er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 53 mörk í 118 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×