Enski boltinn

Rooney er markahæstur í sögu United en munið þið þegar hann vildi fara?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney varð um helgina markahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma á móti Stoke.

Enski landsliðsfyrirliðinn er nú búinn að skora 250 mörk fyrir Manchester United síðan hann var keyptur frá Everton árið 2004 en markametið átti Sir Bobby Charlton. Það var búið að standa ansi lengi.

Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að hylla Rooney vegna afreksins en BBC setti saman myndband honum til „heiðurs“ þar sem rifjað er upp að hann vildi komast frá United árið 2010.

Rooney lagði þá inn beiðni um félagaskipti þar sem honum fannst félagið ekki vera að stefna í rétta átt. Umboðsmaður hans fékk miklar skammir á þeim tíma fyrir að vera að hræra í kollinum á honum.

Framherjanum snerist hugur og aðeins nokkrum dögum eftir að leggja inn félagaskiptabeiðnina skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning.

„Allir vita að þetta voru mistök hjá mér og ég veitþ að sjálfur. Ég hef sagt það áður og segir það aftur að United er félagið sem ég vil spila fyrir,“ sagði Wayne Rooney í frægu viðtali á þeim tíma.

Rooney var reyndar orðaður aftur við brottför frá United árið 2013 en þá skrifaði hann aftur undir nýjan samning.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Markametið féll í Stoke

Wayne Rooney kom Manchester United til bjargar þegar liðið sótti Stoke City heim á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×