Enski boltinn

Rooney á leið til Kína?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leik með Manchester United.
Wayne Rooney í leik með Manchester United. Vísir/Getty

Ef marka má frétt The Sun í dag hafa forráðamenn kínversku úrvalsdeildarinnar hug á að fá Wayne Rooney, leikmann Manchester United, til sín.

Samkvæmt fréttinni á Rooney að verða andlit deildarinnar út á við og auka hróður hennar um allan heim. Nóg er til af peningum í kínversku deildinni, sérstaklega eftir að nýlegur sjónvarpssamningur var gerður.

Rooney er þrítugur og á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við United. Hann hefur hins vegar þótt hafa gefið eftir síðustu mánuði og ár og ekki útilokað að félagið freistist til að taka risatilboði frá Kína og minnka launakostnað sinn.

Ekkert kínverskt lið hefur verið nefnt sérstaklega í þessu samhengi en á síðasta tímabili átti Ísland þrjá leikmenn í Kína - þá Eið Smára Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×