Fótbolti

Rooney: Við viljum vinna EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney á blaðamannafundinum.
Rooney á blaðamannafundinum. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti.

„Við erum með fimm eða sex leikmenn í liðinu sem hafa þann eiginleika að geta klárað leiki. Ég get ekki sagt að staðan hafi alltaf verið svo góð,“ sagði Rooney brattur á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag.

„Við erum mættir og viljum vinna þetta mót. Við munum ekki segja að komast í átta liða úrslit sé skref fram á við. Ég trúi því að við séum betri en það.“

Hinn þrítugi Rooney er á sínu sjötta stórmóti og hefur aðeins upplifað einn sigur í útsláttarkeppni. Það var gegn Ekvador á HM 2006.

„Fyrri mót hafa ekki endað vel fyrir mig. Ég hef alltaf axlað mikla ábyrgð og fundist vera pressa á mér að klára leikina. Nú erum við með fleiri leikmenn sem geta það og ég er meira en ánægður að vera í bakgrunninum. Ef ég þarf samt að stíga upp og klára leikina þá mun ég gera það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×