Enski boltinn

Rooney: Mikill heiður að vera markahæstur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rooney þakkar fyrir sig.
Rooney þakkar fyrir sig. vísir/getty
Wayne Rooney skoraði sitt 250. mark fyrir Manchester United í dag og er nú einn markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

„Þetta skiptir mjög miklu máli. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur. Það er erfitt að vera yfir sig glaður núna vegna úrslita leiksins en heilt yfir er þetta mikill heiður,“ sagði Wayne Rooney um árangur sinn að vera orðinn markahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi.

„Þetta er ekki eitthvað sem ég hugsaði út í þegar ég kom til liðsins. Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur og vonandi skora ég fleiri mörk.

„Leikmennirnir sama hafa leikið fyrir félagið hafa verið heimsklassa. Ég er stoltur að leika fyrir þetta félag. Að vera markahæstur er mikill heiður“

Markið sem Rooney skoraði í dag tryggði liðinu 1-1 jafntefli gegn Stoke City en Manchester United hefur ekki tapað í síðustu 17 leikjum sínum í öllum keppnum.

„Þetta verður kannski mikilvægt stig í lok leiktíðar. Það er ekki gott að tapa og það leit út fyrir að við myndum tapa. En við náðum í stig sem gæti skipt sköpum. Það er mikið eftir og margt getur gerst. Við verðum að halda áfram að ná í stig,“ sagði nú markahæsti leikmaður Manchester United í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×