Enski boltinn

Rooney: Ég á enn nokkur góð ár eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney hefur ekki spilað síðan í febrúar.
Rooney hefur ekki spilað síðan í febrúar. Vísír/Getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United og enska landsliðsins, er þess fullviss að hann eigi mörg góð ár eftir í boltanum.

Rooney hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar og er staða hans í landsliðinu í talsverðri óvissu fyrir EM í sumar. Harry Kane og Jamie Vardy komu inn í vináttulandsleikjunum í síðasta mánuði og stóðu sig vel.

„Ég tel að ég eigi enn nokkur ár eftir,“ sagði Rooney við enska fjölmiðla í dag. „Ég reyni fyrst og fremst að hjálpa mínu liði að ná árangri og það væri frábært ef mér tekst að skora nokkur mörk í leiðinni.“

„Mér hefur gengið virkilega vel að spila með enska landsliðinu síðustu tvö árin. Ég hef skorað mikið og sló markamet [Sir Bobby Charlton] sem hafði staðið í 40 ár.“

„Ég vil byggja á því. Ég á nú metið og vil bæta við eins mörgum mörkum og ég get. Ég var að spila virkilega vel áður en ég meiddist þannig að staðan gæti verið allt önnur. En þetta er allt í fortíðinni og maður verður að líta fram á veginn.“

Rooney átti erfitt uppdráttar fyrir áramót en komst í gang á nýju ári. Hann skoraði alls fjögur mörk og lagði upp þrjú til viðbótar í alls sjö leikjum áður en hann meiddist.

Hann sagði í síðasta mánuði að hann myndi vænta þess að geta spilað á nýjan leik eftir landsleikjafríið sem var í lok mars.


Tengdar fréttir

Rooney gæti verið enn lengur frá vegna meiðsla

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, virðist vera glíma við einhverskonar bakslag í sinni endurhæfingu og gæti verið frá í einn mánuð til viðbótar við það sem upphaflega hafði verið greint frá vegna meiðsla á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×