Sport

Ronda vill berjast við Cyborg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda er hér í búrinu.
Ronda er hér í búrinu. vísir/getty
UFC-aðdáendur hafa í dágóðan tíma haft mikinn áhuga á því að sjá ofurbardaga á milli Rondu Rousey og Cris Cyborg.

Byrjað var að tala um þann bardaga áður en Cyborg kom inn í UFC.

„Ronda vill berjast við hana en við þurfum að finna út í hvaða vigt það yrði,“ sagði Dana White, forseti UFC.

Ronda var meistari í bantamvigt þar sem keppendur eru 61 kíló. Cyborg var meistari hjá Invicta í flokki þar sem keppendur eru tæp 66 kíló. Hún segist ekki geta komist niður í 60 kíló.

Cyborg hefur verið að keppa í hentivigt í UFC þar sem hún er tæp 64 kíló. Það gæti verið vigt sem hentar báðum bardagaköppum.

Ronda hefur ekki barist í tæpt ár eða síðan hún tapaði fyrir Holly Holm í Ástralíu.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×