Sport

Ronda mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir UFC 207

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronda var ekki sátt með umfjöllunina sem hún fékk eftir tapið óvænta fyrir Holly Holm.
Ronda var ekki sátt með umfjöllunina sem hún fékk eftir tapið óvænta fyrir Holly Holm. vísir/getty
Ronda Rousey mun ekki mæta á blaðamannafund fyrir UFC 207 bardagakvöldið.

Ronda snýr aftur í búrið 30. desember þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga í bantamvigtinni.

Þetta er fyrsti bardagi Rondu síðan hún tapaði óvænt fyrir Holly Holm í nóvember 2015.

Ronda var ósátt við þá umfjöllun sem hún fékk eftir tapið fyrir Holm og hefur þess vegna ákveðið að sniðganga fjölmiðla á fjölmiðladeginum svokallaða á miðvikudaginn.

Hvorki Ronda né Nunes ætla að mæta á blaðamannafundinn og þá verður engin opin æfing hjá Rondu.

Ronda hefur að mestu haft hægt um sig í aðdraganda UFC 207 og hafnað flestum viðtalsbeiðnum. Hún hefur þó mætt í spjallþætti hjá Ellen DeGeneres og Conan O'Brian.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×