Sport

Ronda getur borðað epli á nýjan leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
mynd/skjáskot
Ronda Rousey fór svo illa út úr bardaganum gegn Holly Holm í desember á síðasta ári að hún gat ekki borðað epli. Rousey tapaði þar sínum fyrsta bardaga í UFC fyrir Holly Holm í Las Vegas, en Holm lamdi Rondu sundur og saman og fór ansi illa með kjaftinn á henni.

Ronda fékk mikla og stóra skurði sem urðu til þess að hún átti erfitt með að borða í margar vikur eftir á. Hún virðist nú vera búin að ná sér, en Ronda notaði Twitter-síðuna Uninterrupted til að greina frá því að hún getur aftur borðað epli.

„Hérna eru nýjustu fréttirnar af mér. Eruði tilbúin? Þetta gat ég gert frá og með gærkvöldinu,“ segir hún og bítur stóran bita af girnilegu epli. „Ekkert mál. Ég er að bíta í epli aftur. Ég er nokkuð ánægð með þetta,“ segir Ronda Rousey.

Holly Holm tapaði fyrstu titilvörn sinni gegn Mieshu Tate á dögunum og ver hún líklega belti sitt gegn Rondu á UFC 200 seinna á árinu.

MMA

Tengdar fréttir

Ronda biðst afsökunar á breyttri mynd

Á myndinni sem Ronda birti á Instagram var búið að eiga við handlegginn á henni þannig að hann voru minni en hann raunverulega er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×