Sport

Ronda fær ekkert nema ást í landi mótherjans | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ronda Rousey tekur myndir með brasilískum stuðningsmönnum.
Ronda Rousey tekur myndir með brasilískum stuðningsmönnum. vísir/getty
Ronda Rousey, vinsælasta íþróttakona Bandaríkjanna í dag, ver heimsmeistaratitil sinn í bantamvigtarflokki UFC aðra nótt þegar hún berst við hina brasilísku Bethe Correia í Ríó.

Mikil spenna er fyrir bardaganum enda hefur Correia sagt allskonar hluti um Rondu og vinkonur hennar sem Correia er nú þegar búin að rústa í búrinu.

Sjá einnig:Conor McGregor: Ronda myndi skella mér á höfuðið á einni sekúndu sléttri

Þá fannst Rondu sú brasilíska fara yfir strikið þegar hún sagði að Ronda myndi fremja sjálfsvíg eftir bardagann, en faðir Rondu tók eigið líf.

Þrátt fyrir að berjast í heimalandi mótherjans líður Rondu svo sannarlega ekki eins og hún sé á útivelli, en hún er alveg ótrúlega vinsæl í Brasilíu.

Ronda og Bethe eru engar vinkonur.vísir/getty
Allir keppendur á UFC 190 æfðu á ströndinni í Ríó á miðvikudaginn þar sem Ronda fékk ekkert nema lófatak og dúndrandi móttökur þeirra fjölda áhorfenda sem mættir voru að fylgjast með.

„Þetta er ótrúlegt og virkilega skemmtilegt að sjá. Það er vonandi að fólkið verði jafnánægt með mig þegar ég er búin að vinna Correia,“ sagði Ronda Rousey.

Hér að neðan má sjá myndbönd og myndir frá æfingunni og fjölmiðladeginum þar sem þær mættust í síðasta sinn áður en málið verður útkljáð í búrinu.

Bardagi Rondu Rousey og Bethe Correia verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsending hefst klukkan tvö eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
Stelpurnar æfa á ströndinni:


Það helsta frá fjölmiðladeginum:



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×