Fótbolti

Ronaldo mun hefja samningaviðræður við Real Madrid á næstunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest að hann ætli sér að byrja samningaviðræður við Real Madrid á næstunni.

Þessi 31 árs leikmaður hefur verið gjörsamlega óstöðvandi síðustu ár á Bernabeu og leiddi Portúgal til sigur á EM í Frakklandi í sumar. Þetta er sennilega hans besta tímabil á ferlinum.

Ronaldo er nú þegar samningsbundinn Real Madrid til ársins 2018 en hann er núna að jafna sig eftir meiðsli á hné sem hann hlaut í úrslitaleiknum á EM í sumar.

„Ég talaði við forseta félagsins [Florentino Perez] í símann og þegar ég kem aftur til Madrídar munum við ræða um nýjan samning. Auðvitað er það það sem ég vill,“ segir Ronaldo.

Ronaldo gekk til liðs við Real Madrid árið 2009 og hefur hann skorað 364 mörk í 348 leikjum fyrir félagið. Á þeim tíma hefur hann í tvígang unnið Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×