Fótbolti

Ronaldo lentur í nærbuxnastríði

Ronaldo-naríurnar eru geysivinsælar.
Ronaldo-naríurnar eru geysivinsælar. vísir/getty
Maður sem er búinn að kæra Cristiano Ronaldo, leikmann Real Madrid, nær ekki í hann.

Maðurinn, Christopher Renzi, kærði Ronaldo í júlí síðastliðnum en hefur ekki náð að stefna honum. Hann nær nefnilega ekki í portúgölsku ofurstjörnuna.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er Ronaldo með geysivinsæla nærbuxnalínu sem heitir CR7. Hann hefur ætlað að selja nærbuxurnar í Bandaríkjunum en vandamálið er að Renzi á einkaréttinn að merkinu CR7 þar í landi.

Dómari í málinu gaf Renzi frest út nóvember til þess að stefna Ronaldo en það gekk ekki eftir. Menn á hans vegum fóru meðal annars á skrifstofu Real Madrid en félagið neitaði að taka við stefnunni þar sem málið tengdist ekki félaginu.

Dómarinn sá aumur á Renzi í eltingarleiknum og hefur gefið honum frest til 26. mars til þess að finna Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×