Handbolti

Ronaldo búinn að kveikja í handboltalandsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í leiknum gegn Portúgal síðasta sunnudag.
Aron í leiknum gegn Portúgal síðasta sunnudag. vísir/stefán
Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu loka þriggja landsleikjahrinunni gegn Portúgal í Porto í kvöld.

Þá reyna strákarnir að verja þriggja marka forskot sitt frá því í fyrri leik liðanna í Laugardalshöll á sunnudag. Undir er farmiði á HM í Frakklandi í upphafi næsta árs.

Cristiano Ronaldo, leikmaður knattspyrnulandsliðs Portúgals, er ekki vinsæll á Íslandi eftir að hafa talað niður til Íslands eftir jafnteflið gegn Íslandi á EM.

Þau orð hans hafa ekki farið fram hjá handboltastrákunum sem ætla að nota þau sem hvatningu í Porto í kvöld. Það staðfestir Aron Pálmarsson á Twitter eins og sjá má hér að neðan.

Vonandi klára strákarnir dæmið og sjá til þess að Portúgal fær engan sigur í þrem landsleikjum gegn Íslandi. Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í hópinn í kvöld og Bjarki Már Elísson verður upp í stúku að þessu sinni.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×