Fótbolti

Ronaldo á nú tvö pör af Gullskóm Evrópu | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo var flott klæddur í kvöld.
Cristiano Ronaldo var flott klæddur í kvöld. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo fékk í dag afhentan Gullskó Evrópu en hann varð markahæsti leikmaður deildanna í Evrópu á tímabilinu 2014-15. Þetta er í fjórða sinn sem Cristiano Ronaldo fær Gullskó Evrópu en hann var að vinna hann í þriðja sinn sem leikmaður Real Madrid.

Cristiano Ronaldo skoraði 48 mörk í 35 leikjum með Real Madrid í spænsku deildinni á síðasta tímabili.  

Ronaldo er fyrsti leikmaðurinn í 47 ára sögu Gullskós Evrópu sem nær að vinna hann fjórum sinnum. Ronaldo fékk hann einnig fyrir tímabilin 2007–08 (með Manchester United), 2010–11 og 2013–14.

Barcelona-maðurinn Lionel Messi var í öðru sæti með 43 mörk í 38 leikjum en leikmenn fá fleiri stig fyrir mark í bestu deildum Evrópu en í þeim slakari.

Ronaldo tók á móti fjórða gullskónum sínum í Madrid og var með móður sína og son sinn með sér. Þar voru einnig Rafa Benitez, þjálfari Real Madrid og forseti félagsins Florentino Perez.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni í dag.

Leikmenn með flesta Gullskó Evrópu:

Cristiano Ronaldo     4     2007–08, 2010–11, 2013–14, 2014–15

Lionel Messi         3     2009–10, 2011–12, 2012–13

Eusébio         2     1967–68, 1972–73

Gerd Müller         2     1969–70, 1971–72

Dudu Georgescu         2     1974–75, 1976–77

Fernando Gomes         2     1982–83, 1984–85

Ally McCoist         2     1991–92, 1992–93

Mário Jardel         2     1998–99, 2001–02

Thierry Henry         2     2003–04, 2004–05

Diego Forlán         2     2004–05, 2008–09

Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×