Fótbolti

Ronaldinho reynir fyrir sér í tónlistinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho.
Ronaldinho. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Ronaldinho er þekktur sem einn besti knattspyrnumaður síns tíma en nú þegar knattspyrnuferlinum er að ljúka hefur hann reynt fyrir sér á nýjum vettvangi.

Ronaldinho hefur gefið út sitt fyrsta lag og er það frumsamið. Það heitir Sozinho, sem þýðir aleinn, og má heyra það hér fyrir neðan.

Kappinn hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan 2015 en hefur ekki enn gefið út að hann sé hættur í fótboltanum. Hann er 37 ára og hefur greinilega sett mikið púður í tónlistarferilinn síðustu mánuði og misseri.

Hann kom við sögu í lagi Ólympíumóti fatlaðra sem fór fram í Ríó á síðasta ári og fyrr á þessu ári var greint frá því að hann hefði tekið við hlutverki sem sendiherra Barcelona, hans gamla félags.

Ronaldinho var valinn leikmaður ársins 2004 og 2005 og lykilmaður í liði Brasilíu sem varð heimsmeistari árið 2002. Hann vann marga titla á mögnuðum ferli þar sem hann spilaði lengst af með PSG, Barcelona og AC Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×