Fótbolti

Ronaldinho hvattur til að spila með Chapecoense

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldinho í leik með Fluminese.
Ronaldinho í leik með Fluminese. vísir/getty
Í dag hófst herferð á samfélagsmiðlum þar sem brasilíska goðsögnin Ronaldinho er hvattur til þess að ganga í raðir Chapocoense sem missti sína leikmenn í flugslysinu í Kólumbíu.

Stóru félögin hafa boðist til þess að lána félaginu leikmenn frítt og vilja koma í veg fyrir að félagið falli úr efstu deild. Það á leita allra liða til þess að hjálpa félaginu eftir þetta ótrúlega áfall.

Brasilískir knattspyrnuáhugamenn eru að nota myllumerkið #ronaldinhonachape á Twitter og þar dælast inn áskoranir á leikmanninn.

Ronaldinho hefur ekki spilað knattspyrnu síðan hann fór frá Fluminese á síðasta ári. Hann hefur aftur á móti verið að spila góðgerðarleiki um allan heim og er í ágætu formi. Hann er orðinn 36 ára gamall.


Tengdar fréttir

Talan 299 bjargaði lífi hans

Fótboltaheimurinn og öll brasilíska þjóðin stendur þétt við bak brasilíska félagins Chapecoense sem missti nítján leikmenn og allt þjálfarateymið í flugslysi í Kólumbíu.

Guð bjargaði syni mínum

Faðir markvarðar brasilíska liðsins Chapecoense segir það vera kraftaverk að sonur hans hafi lifað flugslysið í Kólumbíu af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×