Fótbolti

Ronaldinho farinn frá Atletico Mineiro

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldinho átti sín bestu ár hjá Barcelona.
Ronaldinho átti sín bestu ár hjá Barcelona. Vísir/Getty
Ronaldinho er laus allra mála hjá brasilíska liðinu Atletico Mineiro, en báðir aðilar komust að samkomulagi um að rifta samningi hans.

Ronaldinho, sem er 34 ára, hefur leikið í Brasilíu síðan hann yfirgaf AC Milan árið 2010, fyrst með Flamengo og svo Atletico Mineiro.

Hann vann Copa Libertadores (eins konar s-amerísk útgáfa af Meistaradeildinni) með síðarnefnda liðinu í fyrra.

Ronaldinho lék sinn síðasta leik með Atletico Mineiro gegn Lanús frá Argentínu á miðvikudaginn var. Hann lék alls 80 leiki með Atletico og skoraði í þeim 28 mörk.

Ronaldinho var valinn besti leikmaður heims tvö ár í röð, 2004 og 2005.


Tengdar fréttir

Úrvalslið Eiðs Smára | Sex frá Barcelona

SkySports fékk Eið til að velja úrvalslið með bestu samherjum sínum á ferlinum. Hann valdi sex leikmenn sem hann spilaði með hjá Barcelona, tvo samherja frá bæði Chelsea og PSV og einn frá tíma sínum hjá Tottenham.

Ronaldinho áfram í Brasilíu

Ekkert varð af endurkomu Brasilíumannsins Ronaldinho í evrópska boltann þar sem að hann hefur framlengt samning sinn við Atletico Mineiro í heimalandinu.

Viltu gista í húsi Ronaldinho í Rio á meðan HM er?

Ronaldinho varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann var ekki valinn í leikmannahóp Brasilíu fyrir heimsmeistarakeppnina þar í landi í sumar. Hann sá sér þó leik á borði og ætlar að græða á glæsivillu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×