Innlent

Rónaganga í borginni

Guðjón Friðriksson í huggulegu umhverfi.
Guðjón Friðriksson í huggulegu umhverfi.
Samtökin SÁÁ standa fyrir rónagöngu næstkomandi laugardag. Þá gefst borgarbúum tækifæri til að ganga um miðbæ Reykjavíkur ásamt sagnfræðingnum Guðjóni Friðrikssyni og fræðast um róna og umhverfi þeirra.

„Ég mun meðal annars segja frá Langabar sem var hlið Fjalakattarins og auðvitað fer ég í Hafnarstræti en það var lengi aðal rónagatan," segir Guðjón.

Gangan hefst á Ingólfstorgi klukkan tvö um daginn og er ókeypis fyrir alla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×