Erlent

Romney safnaði milljónum dollara

Mynd/AFP
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana vestanhafs, safnaði milljónum dollara á tveimur fjáröflunarsamkomum í Kaliforníu í gær til að fjármagna síðustu vikur kosningabarátunnar. 650 stuðningsmenn borguðu á bilinu 1 þúsund til 25 þúsund dollara hver til að hlusta á Romney flytja 40 mínútna ræðu á Grand Del Mar hótelinu í Del Mar í Kaliforníu, skammt frá strandhýsi sem Romney á sjálfur á svæðinu.

Síðar sama dag á annarri fjáröflunarsamkomu á Beverly Hilton hótelinu söfnuðust 6 milljónir dollara. Peningarnir verða nýttir til að kaupa auglýsingar í þeim ríkjum þar sem er mjótt á munum milli Romney og Barack Obama. Romney hefur sjálfur lýst því yfir að kosningabaráttan þurfi ekki á yfirhalningu að halda eftir að myndband lak á netið, en þar ræðir Romney við fjársterka stuðningsmenn og segir að 47 prósent bandarísku þjóðarinnar séu á opinberu framfæri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×