Fótbolti

Roma vann borgarslaginn | AC Milan slapp með skrekkinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Strootman fagnar marki sínu með Dzeko í bakgrunni.
Strootman fagnar marki sínu með Dzeko í bakgrunni. Vísir/Getty
Roma vann slaginn um Rómarborg gegn erkifjendunum í Lazio 2-0 en að vanda var hart barist í leiknum og létu sex rauð spjöld og eitt rautt dagsins ljós og 34 aukaspyrnur.

Aðeins eitt stig skyldi liðin að í töflunni fyrir leikinn en staðan var markalaus í hálfleik. Hollenski miðjumaðurinn Kevin Strootman kom Roma yfir á 64. mínútu en stuttu síðar geri Radja Nainggolan út um leikinn með öðru marki Roma.

Varamaðurinn Danilo Cataldi í herbúðum Lazio sá rautt spjald í leiknum þrátt fyrir að koma ekkert inná en Lazio var búið að leika níu leiki í röð án ósigurs fram að leik dagsins.

AC Milan slapp með skrekkinn á heimavelli gegn Crotone eftir að hafa lent undir snemma leiks en Gianluca Lapadula skoraði sigurmark Mílanó-manna fimm mínútum fyrir lok leiksins. Með sigrinum heldur AC Milan í við Roma en bæði lið eltast við Juventus þessa dagana.

Úrslit dagsins:

AC Milan 2-1 Crotone

Lazio 0-2 Roma

Pescara 1-1 Cagliari

Sampdoria 2-0 Torino

Sassuolo 3-0 Empoli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×