SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR NÝJAST 23:48

Skattagögn skilađ 143 milljónum í endurálagningu

FRÉTTIR

Rolling Stones á leiđ til Kúbu

 
Erlent
23:44 01. MARS 2016
Rokksveitin sögufrćga Rolling Stones tilkynnti í dag ađ hún hyggst halda ókeypis tónleika í Havana, höfuđborg Kúbu, síđar í mánuđinum.
Rokksveitin sögufrćga Rolling Stones tilkynnti í dag ađ hún hyggst halda ókeypis tónleika í Havana, höfuđborg Kúbu, síđar í mánuđinum. VÍSIR/GETTY

Rokksveitin sögufræga Rolling Stones tilkynnti í dag að hún hyggst halda ókeypis tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, síðar í mánuðinum. Þetta verða fyrstu stórtónleikar breskrar rokkhljómsveitar í sögu landsins. 

Mick Jagger og félagar í Rolling Stones eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi um rómönsku Ameríku. Til stóð að síðustu tónleikarnir færu fram í Mexíkó þann sautjánda mars en tónleikarnir í Havana verða um viku síðar.

Vani tónlistarleikstjórinn Paul Dugdale mun sjá um að taka upp tónleika Stones en hann hefur áður unnið með hljómsveitum á borð við One Direction og Coldplay.​Hljómsveitin mun stíga á stokk í höfuðborginni þremur dögum eftir sögulega heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta til landsins en samskipti Bandaríkjanna og Kúbu hafa batnað til muna undanfarin misseri.

Tónleikarnir eru sömuleiðis liður í því að opna Kúbu gagnvart umheiminum en rokktónlist var litin hornauga í stjórnartíð kommúnistaleiðtogans Fidel Castro, sem komst til valda á sjötta áratug síðustu aldar.

Velska hljómsveitin Manic Street Preachers hefur til þessa verið stærsta breska rokkhljómsveitin sem haldið hefur tónleika á Kúbu en Castro sjálfur mætti á tónleika þeirra í Karl Marx leikhúsinu árið 2001.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Rolling Stones á leiđ til Kúbu
Fara efst