Rolling Stones ß lei­ til K˙bu

 
Erlent
23:44 01. MARS 2016
Rokksveitin s÷gufrŠga Rolling Stones tilkynnti Ý dag a­ h˙n hyggst halda ˇkeypis tˇnleika Ý Havana, h÷fu­borg K˙bu, sÝ­ar Ý mßnu­inum.
Rokksveitin s÷gufrŠga Rolling Stones tilkynnti Ý dag a­ h˙n hyggst halda ˇkeypis tˇnleika Ý Havana, h÷fu­borg K˙bu, sÝ­ar Ý mßnu­inum. V═SIR/GETTY

Rokksveitin sögufræga Rolling Stones tilkynnti í dag að hún hyggst halda ókeypis tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, síðar í mánuðinum. Þetta verða fyrstu stórtónleikar breskrar rokkhljómsveitar í sögu landsins. 

Mick Jagger og félagar í Rolling Stones eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi um rómönsku Ameríku. Til stóð að síðustu tónleikarnir færu fram í Mexíkó þann sautjánda mars en tónleikarnir í Havana verða um viku síðar.

Vani tónlistarleikstjórinn Paul Dugdale mun sjá um að taka upp tónleika Stones en hann hefur áður unnið með hljómsveitum á borð við One Direction og Coldplay.​Hljómsveitin mun stíga á stokk í höfuðborginni þremur dögum eftir sögulega heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta til landsins en samskipti Bandaríkjanna og Kúbu hafa batnað til muna undanfarin misseri.

Tónleikarnir eru sömuleiðis liður í því að opna Kúbu gagnvart umheiminum en rokktónlist var litin hornauga í stjórnartíð kommúnistaleiðtogans Fidel Castro, sem komst til valda á sjötta áratug síðustu aldar.

Velska hljómsveitin Manic Street Preachers hefur til þessa verið stærsta breska rokkhljómsveitin sem haldið hefur tónleika á Kúbu en Castro sjálfur mætti á tónleika þeirra í Karl Marx leikhúsinu árið 2001.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Erlent / Rolling Stones ß lei­ til K˙bu
Fara efst