Innlent

Rólegt norður af Geysi og í Bárðarbungu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/egill
Heldur rólegt hefur verið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Einungis einn skjálfti yfir 4 að stærð hefur mælst í Bárðarbungu frá hádegi í gær en hann varð við sunnanverða öskjuna um klukkan 6 í morgun. Alls hafa mælst um 35 jarðskjálftar frá hádegi í gær, þar af tæplega tíu á stærðarbilinu 3 til 4. Í kvikuganginum voru 10 skjálftar og allir minni en 2 stig. Við Tungnafellsjökul voru tíu skjálftar, einnig allir minni en 2 stig.

Þá virðist vera að fjara undan jarðskjálftahrinunni norður af Geysi í Haukadal. Frá hádegi í gær hafa mælst 5 skjálftar á því svæði, allir undir 1,5 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×