Innlent

Rólegt á miðunum

Gissur Sigurðsson skrifar
Fá fiskiskip eru á miðunum enda margir í fríi. Á innfelldu myndinni er sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.
Fá fiskiskip eru á miðunum enda margir í fríi. Á innfelldu myndinni er sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.
Aðeins 110 fiskiskip voru á sjó umhverfis landið klukkan sex í morgun, sem er óvenju fátt því fjöldinn nálgast þúsund þegar best lætur.

Ástæðurnar eru einkum þær að víðast hvar er frí í fiskvinnslunni, en við þær aðstæður lækkar verð á fiskmörkuðum. Svo mega strandveiðibátar ekki veiða á föstudögum og loks eru margir búnir, eða við að klára kvóta sína, en nýtt fiskveiðiár hefst eftir mánuð. Búist er við að sárafá skip verði á sjó yfir helgina.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×