Fótbolti

Rólegasti maðurinn á Arnarhóli orðin frægur í Danmörku | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mikið fjör hjá flestum á Arnarhólnum.
Það var mikið fjör hjá flestum á Arnarhólnum. Vísir/Eyþór
Myndirnar af Íslendingum fagna sigri á enska landsliðinu á Arnarhóli hafa verið sýndar út um allan heim enda áhuginn mikill á afreki íslenska fótboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi.

Líkt og í Færeyjum, Svíþjóð og Noregi þá hafa Danir sérstaklega mikinn áhuga á strákunum okkar og frábærum stuðningsmönnum og ekki bara þeim sem eru út í Frakklandi.

DR er búið að setja inn hvert myndbandið á fætur öðru með íslenska landsliðinu og nú hafa þeir gengið svo langt að Danirnir eru farnir að grannskoða það sem fór fram á Arnarhóli á meðan Íslendingar fylgdust með leik Íslands og Englands í miðbænum í Reykjavík.

Danska ríkissjónvarpið fann nefnilega rólegasta manninn á Arnarhóli í gærkvöldi og hann er því orðinn frægur í Danmörku.

Danirnir settu líka saman annað myndband þar sem kemur vel í ljós yfirveguð viðbrögð hans á meðan allt er að verða vitlaust í kringum hann. „Tóku þið eftir þessum," spyr danski blaðamaðurinn.

Einhverjir Danir eru að velta því fyrir sér hvort að þetta sé ekki bara eini stuðningsmaður enska sambandsins á svæðinu og það gæti svo sem vel verið. Það er samt fyndið að sjá allt fólkið í kringum hann missa sig af fögnuði en hann gæti allt eins verið að horfa sólarlagið.

Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×