Innlent

Rokkarar heimtuðu hættulegt rauðvín

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Nokkrir aðdáendur hljómsveitarinnar Motörhead mótmæltu ákvörðun vínbúðarinnar um að leyfa ekki sölu á víni merkt sveitinni, fyrir utan Vínbúðina í Skeifunni í dag.

ÁTVR hafnaði því að hefja sölu á rauðvíninu Motörhead Shiraz en vínið er merkt rokksveitinni Motörhead. Ríkið rökstuddi höfnun sína með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Þetta kemur m.a. fram í grein eftir innflytjanda vínsins sem birtist á Vísi.

Nokkrir aðdáendur hljómsveitarinnar boðuðu því til mótmæla fyrir utan vínbúðina í Skeifunni í dag. Þeir sögðust vera komnir til að hlusta á Motörhead og sýna fram á það að ef vínið yrði sett í sölu yrði öll þjóðin ábyggilega eins og þeir.

Stuttu síðar kom lögreglan til að ræða við mótmælendur, en fór skömmu síðar því mótmælin voru öll friðsamleg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×