Innlent

Rokkað og skíðað á Ísafirði um páskana

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Góðkunningjar barnanna sáu um hátíðardagskrá á skíðasvæðinu í dag
Góðkunningjar barnanna sáu um hátíðardagskrá á skíðasvæðinu í dag
Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði heldur áfram í dag en veðrið setti strik í reikninginn fyrir opnun hátíðarinnar í gær þannig að ekki var flogið vestur.

Í dag var hinsvegar mikið um að vera í bænum og stemningin góð.

Margir nýttu sér skíðasvæðið en þangað mættu góðkunningjar barnanna, hetjurnar úr Latabæ þau Solla Stirða og íþróttaálfurinn og heilsuðu upp á skíðagarpa.

Tónleikaveislan hefst svo á ný klukkan sex í dag en þá mun hver stórsveitin á fætur annarri troða upp fyrir hátíðargesti en það eru:

Lón

Markús and the Diversion Sessions

Solar

Kaleo

Snorri Helgason

Grísalappalísa

Highlands

Dj. Flugvél og Geimskip

Helgi Björnsson og Stórsveit Vestfjarða

Hjaltalín

Sólstafir

Retro Stefson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×