Innlent

Róðurinn þyngist dag frá degi

Sveinn Arnarsson skrifar
Nokkrum undanþágubeiðnum sjúkrahússins hefur verið hafnað af félagi hjúkrunarfræðinga.
Nokkrum undanþágubeiðnum sjúkrahússins hefur verið hafnað af félagi hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Pjetur
Verkfall hjúkrunarfræðinga á landinu hefur haft mikil áhrif á allar deildir sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir spítalann hafa þurft að draga saman alla starfsemi sem ekki teljist bráðatilvik.

„Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur sömu áhrif á okkur og á höfuðborgarsvæðinu. Fókusinn er á bráðastarfsemi og við tryggjum að þeir sem til okkar leita fái þjónustu. Það er ekki hægt að fullyrða að öryggi sé tryggt en við reynum að tryggja öryggi skjólstæðinga og starfsmanna eins og unnt er,“ segir Hildigunnur sem segir róðurinn þyngjast dag frá degi.

„Maður er orðinn mjög kvíðinn þegar hver dagur líður því biðtími lengist. Einnig höfum við verið að fá höfnun á nokkrar undanþágubeiðnir sem er auðvitað erfitt. Svo virðist sem undanþágubeiðnirnar séu skoðaðar gaumgæfilega af félaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×