Fótbolti

Rodriguez búinn í læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Spænskir fjölmiðlar fullyrða að James Rodriguez verði kynntur sem leikmaður Real Madrid síðar í dag.

Real kaupir þennan 23 ára Kólumbíumann frá Monaco í Frakklandi fyrir 80 milljónir evra, eða um 12,3 milljarða króna, samkvæmt fjölmiðlum ytra.

Hann gekkst undir læknisskoðun í morgun og sagði að henni lokinni að hann væri afar hamingjusamur. „Allt gekk vel,“ sagði hann. Talið er að hann muni nú skrifa undir sex ára samning og að hann fái treyju númer tíu hjá félaginu.

Stutt er síðan að Real Madrid keypti Toni Kroos frá Bayern München fyrir 25 milljónir evra.


Tengdar fréttir

Mark James það besta á HM

Fyrra mark James Rodriguez í leik Kólumbíu og Úrúgvæs í 16-liða úrslitum HM í fótbolta hefur verið útnefnt mark mótsins.

James Rodríguez nálgast Real Madrid

Samkvæmt spænska miðlinum AS hefur Real Madrid komist að samkomulagi við Monaco um kaupverðið á kólumbíska miðjumanninum.

Rodriguez: Draumur að spila fyrir Real Madrid

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn James Rodriguez, leikmaður franska liðsins Monaco, sagði í samtali við spænska dagblaðið Marca að draumur hans væri að leika með Evrópumeisturum Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×