Enski boltinn

Rodgers vill fá annan framherja til Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rodgers gefur leikmönnum Liverpool gó ráð í leik liðsins gegn Southampton um helgina.
Rodgers gefur leikmönnum Liverpool gó ráð í leik liðsins gegn Southampton um helgina. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti eftir 2-1 sigur liðsins á Southampton í gær að félagið væri ekki hætt á leikmannamarkaðnum í sumar.

Eftir að hafa selt Luis Suárez til Barcelona hefur Liverpool gengið frá kaupunum á sjö leikmönnum ásamt því að fá hægri bakvörðinn Javier Manquillo á láni frá spænsku meisturunum Atletico Madrid.

Liverpool hefur samþykkt tilboð Sunderland í Fabio Borini og vill Rodgers bæta við framherja fari svo að ítalski framherjinn fari frá félaginu.

„Við þurfum annan framherja að mínu mati. Við munum líta á hvað er í boði á markaðnum það sem eftir lifir félagsskiptagluggans og meta hvort við þurfum að bæta við okkur leikmanni.“

Rodgers staðfesti einnig að stuttu fyrir leik hefði honum borist skilaboð frá Suárez.

„Hann sendi okkur skilaboð til þess að óska okkur góðs gengis. Hann er frábær strákur sem ber taugar til félagsins og ég óskaði honum góðs gengis á Spáni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×