Fótbolti

Rodgers tekinn við Celtic

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers verður í Skotlandi á næstu leiktíð.
Rodgers verður í Skotlandi á næstu leiktíð. vísir/getty
Brendan Rodgers, fyrrverandi stjóri Liverpool, er tekinn við skosku meisturunum í Celtic. Þetta staðfesti félagið nú síðdegis.

Hann tekur við starfinu af Ronny Deila, en hann hefur stýrt liðinu undanfarin tvö tímabil. Hann skilaði í hús tveimur skoskum deildarmeistaratitlum.

Rodgers var rekinn frá Liverpool eftir einungis átta leiki á tímabilinu og eftir 1-1 jafntefli gegn Everton í byrjun október var mælirinn fullur.

Það er talið að Norður-Írinn verði hæst launaði þjálfari í sögu Celtic, en Celtic vann deildina með fimmtán stiga mun á þessu tímabili.

Celtic komst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta tímabilið og félagið tapaði þar gífurlega mikið af fjármunum.

„Ég mun gefa allt sem ég á í nýja starfið og gera allt hvað ég get til þess að gera stuðningsmennina spennta, skemmta þeim og vinna fótboltaleiki," sagði Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×