Enski boltinn

Rodgers: Suárez ekki stærri en Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers ræðir við sína menn á æfingu Liverpool í Boston.
Brendan Rodgers ræðir við sína menn á æfingu Liverpool í Boston. vísir/getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir engin illindi milli félagsins og LuisSuárez sem yfirgaf Liverpool og hélt til Barcelona fyrr í sumar.

„Luis brást hvorki mér né félaginu að nokkru leyti. Hann gaf allt sitt fyrir Liverpool,“ segir Rodgers.

„Auðvitað komu upp atvik þegar hann var hér, en hann spilaði frábærlega fyrir okkur og mig. Ég mun alltaf líta á Luis sem góða mann og góðan vin.“

„Það er synd að hann verði ekki áfram hjá okkur, en Liverpool sem félag er stærra en nokkur einstaklingur. Við munum halda áfram án hans.“

Liverpool endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og er komið aftur í Meistaradeildina eftir nokkurra ára fjarveru.

„Komandi leiktíð er mjög spennandi. Við erum komnir aftur í Meistaradeildina og höfum keypt nokkra góða leikmenn. Vonandi höldum við áfram að bæta okkur,“ segir Brendan Rodgers.

Liverpool er eins og mörg önnur stórlið í æfingferð í Bandaríkjunum, en það er þessa dagana við æfingar í Boston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×