Enski boltinn

Rodgers segir Sterling og Ibe bera ábyrgð á gjörðum sínum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling og Ibe í leik með Liverpool.
Sterling og Ibe í leik með Liverpool. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segist hafa rætt við ungstirnin Raheem Sterling og Jordan Ibe um gjörðir þeirra í síðustu viku, en piltarnir voru forsíðuefni blaðanna í síðustu viku.

Sterling og Ibe voru myndaðir reykja svokallað hlátursgas, en það fór misvel í mannskapinn. Sterling hafði stuttu áður einnig verið í fréttunum fyrir misgáfulega hluti, en Rodgers segist hafa rætt við þá báða. Meira má lesa um málið neðst í þessari frétt.

„Ég hef talað við báða leikmennina og þeir bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum og svo töluðum við um fótbolta,” sagði Rodgers í samtali við fjölmiðla.

„Ég held að báðir leikmennirnir séu ábyrgir fyrir sínum gjörðum. Ef þú lítur á til að mynda Raheem þá gerði hann ekkert sem er bannað. Þetta er eitthvað sem hann mun líta til baka á eftir nokkur ár og sjá að þetta var ekki það besta í stöðunni.”

Liverpool mætir Aston Villa í undanúrslitum FA-bikarsins á sunnudag. Sterling verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu, en Ibe má ekki spila þar sem hann spilaði með Derby í keppninni þar sem hann var á láni í upphafi tímabilsins.

„Fyrir mig er þetta spurning um velferð þessa tveggja ungu leikmanna; að gera það grein fyrir heilsusamlegum ástæðum og einnig ræða við þá um fagmennsku og láta þá vita fyrir hvað þeir eru fulltrúar. Það munu alltaf vera gerð mistök, sama hvort það séu þessir tveir leikmenn eða einhverjir aðrir.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×