Fótbolti

Rodgers: Vildum koma okkur á rétta braut í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var ánægður með sína leikmenn í kvöld þrátt fyrir að þeir misstu 2-1 forystu í jafntefli á lokamínútunum gegn Ludogorets í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Það þarf samheldið lið til að koma til baka eftir að lenda jafn snemma undir og við gerðum í kvöld en mér fannst liðið sína sitt rétta andlit í kvöld,“ sagði Rodgers um markið sem Liverpool fékk á sig í upphafi leiks.

„Við ræddum það fyrir leikinn að þetta þyrfti að vera kvöldið þar sem við snúum gengi okkar á tímabilinu við og til þess þurfum við að sýna úr hverju við erum gerðir. Það voru auðvitað vonbrigði að fá jöfnunarmarkið á okkur en það skiptir ekki öllu máli - við þurfum samt sem áður að vinna Basel í lokaumferðinni til að komast áfram.“

„Þetta gerir góða hluti fyrir sjálfstraust liðsins enda virkilega erfitt að spila gegn liði eins og Ludogorets,“ sagði Rodgers og bætti við að hann hafi tekið Raheem Sterling af velli undir lok leiksins vegna magaverkja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×