Enski boltinn

Rodgers: Verðum að finna réttu leikmennina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brendan Rodgers segir að Liverpool muni ekki ana að neinu í leikmannakaupum.
Brendan Rodgers segir að Liverpool muni ekki ana að neinu í leikmannakaupum. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, þjálfari Liverpool, segir að þótt Loic Remy hafi fallið á læknisskoðun og Adam Lallana verði frá í allt að sex vikur vegna meiðsla að félagið muni ekki gera „neyðarkaup“.

„Við höfum úr fjármunum að spila, það er engin spurning um það, en ég mun ekki eyða þeim bara til að eyða þeim. Við verðum að finna réttu leikmennina,“ sagði Rodgers og bætti við:

„Ef ég þarf að bíða fram í janúar, þá mun ég gera það. Leikmennirnir eru í góðu ásigkomulagi og hafa lagt sig hart fram.“

Rodgers sagðist vera vonsvikinn að kaupin á Remy hafi ekki gengið upp.

„Þetta er einfalt - við ákváðum að hætta við kaupin. Það er sárt fyrir leikmanninn, en við munum horfa fram á veginn og skoða aðra möguleika,“ sagði þjálfarinn sem stýrði sínum mönnum til sigurs á Olympiakos í æfingaleik í gær.

Liverpool mætir Southampton 17. ágúst í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Rodgers: Mun ekki eyða að óþörfu

Brendan Rodgers er ekki hættur á leikmannamarkaðnum í sumar en hann mun ekki kaupa hvaða leikmann sem er aðeins til þess að eyða peningunum sem fékkst fyrir Luis Suárez.

1-0 tap Liverpool

Marco Boriello tryggði Roma 1-0 sigur á LIverpool í æfingaleik í nótt.

Remy á leið til Liverpool

Loic Remy hefur samþykkt 8 milljón punda tilboð enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool í leikmanninn sem er samningsbundinn QPR. Remy er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum frjálst að fara til félags í Meistaradeild Evrópu fyrir 8 milljónir punda.

Liverpool á eftir Isco

Real Madrid er tilbúið að selja Isco aðeins einu ári eftir að félagið gekk frá kaupunum á spænska sóknartengiliðnum frá Malaga.

Sterling hetja Liverpool

Raheem Sterling skoraði eina mark Liverpool í sigri á Olympiakos á æfingarmóti í Bandaríkjunum.

Bertrand orðaður við Liverpool á ný

Vinstri bakvörðurinn Ryan Bertrand frá Chelsea er orðaður við Liverpool á ný í enskum fjölmiðlum í dag en talið er að Chelsea vilji átta milljónir punda fyrir enska bakvörðinn.

Lallana frá í allt að sex vikur

Adam Lallana, miðjumaðurinn knái, sem gekk í raðir Liverpool í sumar frá Southampton missir líklega af byrjun tímabilsins vegna hnémeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×