Enski boltinn

Rodgers: Það verður magnað andrúmsloft á Anfield í Chelsea-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool á Carrow Road í dag.
Stuðningsmenn Liverpool á Carrow Road í dag. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sá sína menn vinna sinn ellefta deildarleik í röð í dag og ná um leið fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

„Það mikilvægasta var að ná í þessi þrjú stig en eins skipti frammistaða liðsins einnig máli. Við erum komnir með 96 mörk í deildinni og okkar hugmynd er að skora fleiri en hundrað mörk. Það væri ótrúlegt afrek," sagði Brendan Rodgers við BBC eftir leikinn.

„Markmiðið í byrjun tímabilsins var að komast í Meistaradeildina og það var alltaf mjög krefjandi verkefni en núna vitum við að við verðum aldrei neðar en í þriðja sæti," sagði Rodgers.

„Við förum í næstu þrjá leiki með það markmið að spila vel. Við viljum halda áfram á þessu skriði og næst er það bara Chelsea um næstu helgi. Þá verður örugglega magnað andrúmsloft á Anfield," sagði Brendan Rodgers.




Tengdar fréttir

Liverpool öruggt með Meistaradeildarsæti 2014-15

Liverpool náði ekki bara fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna 3-2 sigur á Norwich heldur er nú tölfræðilega öruggt að félagið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Liverpool náði fimm stiga forskoti - myndband

Liverpool er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Norwich í dag. Liverpool skoraði tvö mörk snemma leiks og lifði síðan af taugaveiklaðan seinni hálfleik þar sem Norwich náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×