Enski boltinn

Rodgers: Klefinn er ekki klofinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hafnar því að órói sé innan herbúða liðsins, en breskir miðlar skrifuðu um það um helgina að búningsklefinn væri klofinn.

„Ég heyri hitt og þetta um hér sé ekki allt í lagi en það er ekkert til í því. Andinn í búningsklefanum er mjög sterkur,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Bournemouth í deildabikarnum sem fram annað kvöld.

„Við erum með keppnismenn í klefanum sem unnu næstum því deildina á síðustu leiktíð. Þeir eru því ekkert ánægðir með að vear að tapa leikjum. En andinn í hópnum er mjög sterkur.“

„Það er ein ástæða þess að þegar við endurheimtum sjálfstraustið mætum við sterkari til leiks á seinni hluta leiktíðarinnar,“ sagði Rodgers.

Liverpool hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, en það missti af titlinum í tveimur leikjum gegn Chelsea og Crystal Palace undir lok tímabilsins.

„Það er búist við miklu af okkur vegna þess sem við gerðum á síðustu leiktíð. Við vitum hvað við höfðum á síðasta tímabili en dínamíkin í liðinu er allt önnur núna,“ segir Rodgers.

„Núna þurfum við bara smá heppni og ég held hún verði með okkur. Þegar við förum að ná betri úrslitum getum við byggt á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×