Fótbolti

Rodgers: Einbeitum okkur að deildinni | Sjáðu vítaspyrnukeppnina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers huggar sársvekktan Raheem Sterling.
Brendan Rodgers huggar sársvekktan Raheem Sterling. vísir/getty
Evrópudraumar Liverpool eru úti þetta tímabilið eftir tap gegn Besiktas í vítaspyrnukeppni í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Þar með er ljóst að Liverpool fer ekki bakdyraleiðina í Meistaradeildina.

„Við erum auðvitað svekktir að falla úr keppni með þessum hætti. Við sköpuðum nóg af færum í fyrri hálfleik til að gera þetta að erfiðu kvöldi fyrir Besiktas,“ sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, svekktur á blaðamannafundi eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ég er stoltur af liðinu og hér var frábært andrúmsloft sem við kunnum að meta. En við erum svo svekktir því við lögðum svo mikið í þennan leik.“

Vítaspyrnukeppnin í heild sinni:


Liverpool er enn í harðri baráttu um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni sem gefur auðvitað sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þá lifa menn á Anfield enn í voninni um að lyfta enska bikarnum í maí.

„Nú einbeitum við okkur að deildinni þar sem okkur gengur mun betur. Við erum líka í góðum séns í fleiri keppnum. Ég get ekkert gert nema hrósað mínum leikmönnum,“ sagði Rodgers. „Því miður fyrir okkur var Istanbúl ekki ánægjulegur staður í kvöld.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×