Enski boltinn

Rodgers: Ég hélt Sterling á 2.000 pundum á viku eins lengi og ég gat

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, greinir frá því í viðtali við Daily Express að hann reyndi að halda Raheem Sterling á eins lágum launum og mögulegt var - eins lengi og mögulegt var - þegar að hann þjálfaði enska landsliðsmanninn hjá Liverpool.

Rodgers segir upphæðirnar í fótboltanum í dag taka unga leikmenn úr sambandi við raunveruleikann og að þær hafi neikvæð áhrif.

Sterling kom upp í gegnum unglingaliðin hjá Liverpool og varð að enskum landsliðsmanni. Hann var síðar seldur til Manchester City fyrir 50 milljónir punda þar sem hann fær ríkulega borgað. Hann var einnig kominn á nýjan og svimandi háan samning hjá Liverpool.

„Það er einn samnefnari þegar kemur að því að ungir leikmenn fara út af sporinu og það eru peninga. Þeir taka menn úr sambandi við raunveruleikann og breyta fólki. Ég hef alltaf passað mig á þessu,“ segir Rodgers.

„Ég var með Raheem Sterling á 2.000 pundum (290.000 krónum) á viku hjá Liverpool þrátt fyrir að hann væri orðinn landsliðsmaður.“

„Ég gat ekki haldið því þannig endalaust því hann var svo ótrúlega góður. Við þurftum því að hækka samninginn en ég hélt út eins lengi og ég gat,“ segir Brendan Rogers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×