Enski boltinn

Robson telur að van Persie verði næsti fyrirliði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryan Robson býst við að Robin van Persie verði næsti fyrirliði Manchester United.
Bryan Robson býst við að Robin van Persie verði næsti fyrirliði Manchester United. Vísir/Getty
Bryan Robson, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gerir ráð fyrir að Louis van Gaal muni útnefna landa sinn, Robin van Persie, sem næsta fyrirliða liðsins.

"Robin var fyrirliði hjá hollenska landsliðinu, svo þetta liggur í augum uppi," sagði Robson, sem lék með Manchester United í 13 ár og var lengi vel fyrirliði liðsins.

"Það kæmi mér mikið á óvart ef van Persie yrði ekki fyrir valinu," sagði Robson ennfremur, en hann er bjartsýnn fyrir komandi tímabili.

"Van Gaal hefur unnið titla alls staðar þar sem hann hefur verið og vonandi gerir hann það líka hjá Manchester United," sagði Robson.

"Holland spilaði vel á HM. Þeir voru vel skipulagðir og mér fannst þeir óheppnir í undanúrslitunum. Að mínu mati voru Hollendingar sterkari aðilinn gegn Argentínu og þeir gátu farið alla leið."

Gengi Manchester United á síðustu leiktíð undir stjórn Davids Moyes var ekki gott, en Robson segir að það muni hvetja leikmenn liðsins til dáða á næstu leiktíð.

"Stuðningsmennirnir urðu fyrir miklum vonbrigðum á síðasta tímabili, en engir urðu fyrir meiri vonbrigðum en leikmennirnir.

"Ég þekki þá. Þeir hafa unnið enska meistaratitilinn, Meistaradeild Evrópu, og þeir eru allir vonsviknir með gengi síðasta tímabils. Leikmennirnir vilja koma til baka og sýna fólki að þeir séu toppleikmenn og geti unnið titla," sagði Robson að lokum.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Viljum snúa taplausir heim

Holland og Brasilía mætast í kvöld í leiknum um bronsið á HM í fótbolta. Brasilíumenn brolentu eins og frægt er orðið gegn Þjóðverjum, en Hollendingar féllu úr leik gegn Argentínumönnum eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.

Aðstæður munu ekki hafa áhrif á Van Gaal

Ryan Giggs telur að reynsla Louis Van Gaal hjá félögum á borð við Bayern Munchen og Barcelona muni hjálpa honum að taka við Manchester United sem er að mati Giggs stærsta félag heimsins.

Manchester United ekki hætt á leikmannamarkaðnum

Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að það sé nóg eftir af aurum fyrir nýjum leikmönnum þrátt fyrir að félagið sé þegar búið að eyða 60 milljónum punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×