Viðskipti erlent

Robin Wright krafðist sömu launa og Kevin Spacey

Sæunn Gísladóttir skrifar
Robin Wright fékk Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum House of Cards.
Robin Wright fékk Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum House of Cards. Vísir/EPA
Bandaríska leikkonan, Robin Wright, sem er hvað þekktust fyrir að leika Claire Underwood í þáttunum House of Cards þurfti að berjast fyrir því að fá sömu laun og Kevin Spacey sem leikur Frank Underwood, eiginmann hennar í þáttunum. The Guardian greinir frá þessu.

„Ég sá að á tímabili var Claire vinsælli en Frank og ákvað að nota það. Ég sagði við þáttastjórnendur að þeir yrðu að borga mér jafn mikið og honum, annars myndi ég fara í fjölmiðla með fréttina. Þannig að þeir gerðu það," sagði Robin Wright á fundi í Rockerfeller Centre í New York í gær.

Kynbundinn launamismunur hefur lengi einkennt Hollywood, Sony lekinn á síðasta ári beindi kastljósi á það að margar konur hafa fengið margfalt lægri laun en karlar í svipuðum hlutverkum.

Sjá einnig: Jennifer Lawrence vekur athygli á launamisrétti í Hollywood

Robin Wright bendir á að það séu fáir þættir þar sem kven- og karlhlutverk eru jöfn, hins vegar sé það tilfellið í House of Cards. Wright hefur leikið í öllum 52 þáttum af seríunni og leikstýrt nokkrum þáttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×