Enski boltinn

Roberto Martinez: Sigurðsson er í góðu sambandi við alla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, ræddi komandi leik við Swansea City sem fram fer í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi en liðin mætast þá á Goodison Park.

Swansea vann 3-0 sigur á Everton í enska deildabikarnum á dögunum og þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson meðal markaskorara.

Roberto Martinez var að sjálfsögðu spurður út í okkar mann. „Swansea er með góða leikmenn út um allan völl. Sigurðsson er greinilega í góðu sambandi við alla sóknarmenn liðsins," sagði Roberto Martinez við BBC.

„Hann og Wilfried Bony eru tveir leikmenn sem er í góðu formi en þeir eru samt ekki einu leikmennirnir sem ógna. Við verðum að passa okkar á því," sagði Martinez.

„Tapleikurinn á móti þeim í deildabikarnum hjálpar okkur í undirbúningnum. Þeirra lið verður svipað og þá en okkar lið verður allt öðruvísi," sagði Martinez.


Tengdar fréttir

Gylfi lagði upp mark Bony | Sjáðu mörkin

Gylfi Þór Sigurðsson átti sendinguna á Bony sem kom Swansea yfir á heimavelli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í síðdegisleik dagsins.

Messan: Gylfi heldur áfram að gefa og gefa

Guðmundur Benediktsson og félagar hans í Messunni fóru yfir níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær og auðvitað kom okkar maður, Gylfi Þór Sigurðsson, þar við sögu.

Blæddi inn á nárann hjá Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Swansea þegar liðið tapaði á móti Liverpool í enska deildabikarnum í vikunni en íslenski landsliðsmaðurinn fór meiddur af velli á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Gylfi er að glíma við meiðsli í nára og gæti misst af leik velska liðsins um næstu helgi.

Gylfi fann fyrir náranum fyrir leikinn

"Hann er mjög teknískur og getur sent boltann á mig hvenær og hvar sem er,“ sagði Wilfried Bony um hvernig sé að leika með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×