Lífið

Robert Irwin mætti í heimsókn til Jimmy Fallon: Er alveg eins og pabbi sinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Robert Irwin, sem sennilega er þekktastur fyrir að vera sonur krókódílaveiðimannsins Steve Irwin, mætti í heimsókn til spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon nú á dögunum og steig þar í fótspor föður síns, sem mætti reglulega í sama þátt, þegar hann var undir stjórn Jay Leno.

Þeir feðgar bera ekki bara sama eftirnafnið, því Robert er sláandi líkur föður sínum og hefur yfir að búa sama áhuga á dýralífi líkt og faðir sinn, sem öðlaðist heimsfrægð ásamt eiginkonu sinni, Terri Irwin, þegar þau gerðu heimildaþætti um dýralíf Ástralíu, þar sem krókódílar léku oft aðalhlutverkið. Hann lét lífið við gerð sambærilegra dýralífsþátta árið 2006.

Í þættinum ræddi Robert það við Jimmy hve stoltur hann væri af því að fá að feta í fótspor föður síns og heimsækja sama þátt og þá sýndi hann Jimmy líka fjöldann allan af merkilegum dýrum, í þessu frábæra myndbandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×