Fótbolti

Róbert í landsliðsnefnd KSÍ: Íslensku leikmennirnir voru varaðir við ensku pressunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert B. Agnarsson, landsliðsnefndarmaður.
Róbert B. Agnarsson, landsliðsnefndarmaður. mynd/skjáskot af vísi
Róbert B. Agnarsson, einn fjögurra meðlima í landsliðsnefnd KSÍ, fylgir íslenska karlalandsliðinu hvert fótmál í Frakklandi þar sem EM í fótbolta stendur nú yfir.

Hann kvaðst ekki vera mjög stressaður fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum þegar Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti hann að máli í Nice fyrr í dag.

Sjá einnig: Íslensk ofurhetja og flúraðir menn með íspinna | Myndir

„Ég er alveg pollrólegur. Þetta er svo gott lið, íslenska liðið,“ sagði Róbert sem merkir ekki meira stress í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld en aðra leiki á EM.

„Eftir því sem lengra líður á keppnina verða þeir öruggari með sig þannig að leikirnir verða betri og betri,“ sagði Róbert sem segir stemmninguna í íslenska hópnum einstaklega góða.

Róbert segir að það hafi verið rætt við íslensku strákana um þá miklu fjölmiðlaathygli sem fylgir því að mæta Englandi.

Sjá einnig: Eggert: Við vinnum England í vító

„Fyrir leikinn gegn Englendingum voru þeir sérstaklega varaðir við ensku pressunni, að fara varlega og það hafa þeir gert. Þeir kunna þetta og fara eftir því sem þeim er sagt,“ sagði Róbert sem spáir Íslandi sigri í vítaspyrnukeppni.

Innslag Eiríks Stefáns og Björns G. Sigurðssonar frá Nice má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Nú mega lömbin sparka

England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti.

EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England?

Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum.

Lið framtíðarinnar í vandræðum

Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“.

EM í dag: Nice í Nice

Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×