Innlent

Róbert fékk 12 milljónir

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Róbert Ragnarsson
Róbert Ragnarsson
Róbert Ragnarsson, sem rekinn var sem bæjarstjóri Grindavíkur, fær 12 milljónir í starfslokasamning frá bænum. Alls kostaði uppsögnin Grindavík 13,5 milljónir króna en bærinn auglýsti starfið fyrir 265 þúsund, fékk lögfræðiráðgjöf sem kostaði 665 þúsund og ráðgjöf við ráðningu nýs bæjarstjóra sem kostaði bæjarfélagið hálfa milljón.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Grindavíkur sem haldinn var á þriðjudag. Róbert mun sinna störfum sem bæjarstjóri til 31. janúar 2017 en hann tók við í ágúst 2010. 

Samkvæmt yfirlýsingu meirihluta bæjarstjórnar Grindavíkur frá því í byrjun nóvember kom fram að áætlaður kostnaður við starfslok Róberts væri um sex milljónir króna og að lögmannskostnaður í málinu yrði tæpar 830 þúsund krónur.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×