Handbolti

Róbert: Við áttum aldrei möguleika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Róbert á ferðinni í kvöld.
Róbert á ferðinni í kvöld. vísir/eva björk
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson fann sig ekki frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins gegn Dönum í kvöld.

„Við áttum aldrei möguleika, því miður. Þetta fór ekki eins og við ætluðum okkur. Við vorum vel undirbúnir en þeir voru einfaldlega mun betri en við í dag," sagði Róbert afar svekktur.

„Ef við spilum svona þá erum við örugglega ekki að spila af okkar getu."

Mótið hjá Íslandi eru nokkur vonbrigði heilt yfir. Liðið skreið inn í 16-liða úrslitin og tapaði svo sannfærandi í kvöld.

„Þetta er búið að vera mjög kaflaskipt. Við höfum átt góða og slæma leiki. Við erum yfirleitt sjálfum okkur verstir og það var þannig í þessu móti.

„Ég vona að framtíð landsliðsins sé björt. Við sjáum hvað setur og hvernig framhaldið verður. Ég veit ekkert um það. Við vorum bara að klára leikinn."




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×