SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Róbert: Enginn leikmađur er stćrri en liđiđ

 
Handbolti
12:45 17. JANÚAR 2016

Róbert Gunnarsson byrjaði aldrei þessu vant á bekknum gegn Noregi en kom inn með mikinn kraft í íslenska liðið í síðari hálfleik.

„Tilfinningin eftir svona leik er mjög góð. Eðlilega er gott að fara inn í mótið með sigri. Það var gríðarlega sætt að taka tvo punkta og það hjálpar okkur vonandi í framhaldinu,“ segir Róbert en var aukareiði í honum yfir bekkjarsetunni þegar hann kom inn?

Sjá einnig: Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa

„Maður notar ýmis tól til þess að hvetja sig áfram. Hvort sem maður byrjar eða ekki. Við erum sautján hérna og enginn er stærri en liðið. Við erum allir að sinna okkar hlutverki og það eru stór markmið í gangi.

„Að vera með landsliðinu er allt annað en að vera með félagsliði þar sem menn taka hlutum misvel ef þeir spila ekki. Hér verða allir að leggjast á eitt og hjálpa hver öðrum. Það er endalínu þarna langt í burtu sem við ætlum að ná til og þá þýðir ekkert að væla.“

Sjá einnig: Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing

Það var ótrúlegt atvik í leiknum er Róbert var með fjóra Norðmenn á bakinu og þeir gátu ekki stöðvað hann. Það var engu líkara en að hann ætlaði sér að hlaupa með þá frá Katowice til Kraká þar sem milliriðillinn fer fram.

„Það segir kannski margt um þennan bæ. Ég vildi bara komast eitthvað annað,“ sagði línumaðurinn léttur.“

Sjá má viðtalið við Róbert í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Róbert: Enginn leikmađur er stćrri en liđiđ
Fara efst