Innlent

Rjómablíða fyrir norðan og austan í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það ætti að mega að vera á stuttermabolnum á Akureyri í dag.
Það ætti að mega að vera á stuttermabolnum á Akureyri í dag. vísir/auðunn níelsson
Það er ýmislegt sem gefur til kynna að haustið sé handan við hornið, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, þar sem rigning og mikil umferð taka á móti íbúum í morgunsárið.

Það verður rigning vestanlands fram eftir degi samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands, en fyrir norðan og austan er spáð og blíðu. Gæti hitinn jafnvel farið yfir 20 stig norðaustan til.

Ætti veðrið að vera kærkomið fyrir íbúa Norður-og Austurlands þar sem sólin hefur lítið látið sjá sig þar í sumar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Í dag, mánudag:

Austlæg átt, 8-18 metrar á sekúndu. Rigning eða þokusúld en léttir til austan til með morgninum. Rigning vestast fram eftir degi. Hvassast við suður- og suðausturströndina. Dregur smám saman úr vindi í nótt, austlæg átt, 5-13 metrar á sekúndu á morgun og víða léttskýjað en líkur á síðdegisskúrum vestan til. Hiti víða 13 til 21 stig, hlýjat NA-lands.

Á morgun, þriðjudag:

Norðaustlæg átt, 3-10 metrar á sekúndu, víða léttskýjað og líkur á síðdegisskúrum, en dálítil súld eða þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 13 til 20 stig en mun svalara í þokulofti við norður- og austurströndina.

Á miðvikudag:

Norðaustlæg átt, 8-15 metrar á sekúndu, hvassast austast í fyrstu en norðvestan til um kvöldið. Rigning um landið norðan- og austanvert en þurrt norðvestan til fram á kvöld. Bjartviðri suðvestanlands. Kólnar fyrir norðan og austan, en víða 12 til 18 stig á Suður-og Vesturlandi.

Sjá nánar á veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×